Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins í Vikinglotto en norskur miðahafi var einn með 2. vinning og hlýtur hann rétt rúmar 32 milljónir króna.
Þá var heppinn áskrifandi með hinn al-íslenska 3. vinning og fær hann 1,6 milljón króna í vinning.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en níu miðahafar nældu sér í 2. vinning og fá fyrir það 125 þúsund krónur hver. Einn miðinn var keyptur í Hagkaup Furuvöllum á Akureyri, einn í Bjarnabúð á Brautarhóli í Reykholti, einn í Hagkaup Skeifunni, tveir miðanna voru keyptir á heimasíðu okkar, lotto.is og fjórir miðanna eru í áskrift.