Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en sex miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rétt rúmar 40 milljónir króna. Þrír miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn í Danmörku, einn í Hollandi og einn á Spáni. Þá voru sjö miðahafar með 3. vinning og fá fyrir það rúmar 19 milljónir króna. Þrír miðanna voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Svíþjóð, einn í Danmörku og einn í Ungverjalandi. Þá var íslendingur einn af þeim sem hlaut 4. vinning og hlýtur hann 728 þúsund krónur í sinn hlut. Miðann keypti hann á heimasíðu okkar, lotto.is.
Heppinn miðahafi var með allar Jóker tölurnar réttar og í réttri röð og hlýtur hann 2,5 milljónir króna í vinning. Miðann keypti hann á N1 Ártúnshöfða. Þá var einn miðahafi með 2. vinning og hlýtur hann 125 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Lottó appinu